Scott Ramsay og Magnús framlengja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Scott Ramsay og Magnús Björgvinsson hafa báðir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við Grindavík. Leikmennirnir voru báðir samningslausir en þeir hafa nú ákveðið að taka slaginn með Grindvíkingum í fyrstu deildinni næsta sumar.

Hinn 37 ára gamli Ramsay var í minna hlutverki hjá Grindavík í sumar en oft áður en hann skoraði eitt mark í átján leikjum í Pepsi-deildinni.

Ramsay hefur leikið hér á landi síðan árið 1996 en hann hefur lengst af verið á mála hjá Grindavík.

Magnús skoraði þrjú mörk í fjórtán leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en hann var að leika sitt annað tímabil með Grindavík. Þetta kemur fram á fotbolti.net