Fyrsti leikur Grindavíkur í fótbolti.net mótinu fer fram í kvöld klukkan 21:30. Mótið er árlegt og fer á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppa í Reykjavíkurmótinu. Grindavík spilar í A riðli með FH, Breiðablik og Keflavík og spila í kvöld, sunnudaginn 19.janúar og laugardaginn 25.janúar
Benóný Þórhallsson semur við Grindavík
Benóný Þórhallsson hefur samið við Grindavík til 4 ára eða út árið 2017. Benóný er uppalin í Grindavík og spilaði í fyrra 6 leiki í Lengjubikar og 2 leiki í 1.deild ásamt því að sjá um markmannsæfingar hjá yngri flokkum. Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Skýr skilaboð send úr höll hraðsendinganna
Grindvíkingar komu í veg fyrir að KR-ingar myndu bæta met sem Grindavík á þátt í, þegar Dominos-deildin hófst í gær en KR-ingar höfðu unnið alla leiki sína fyrir áramót, alls 11 leiki en metið stendur ennþá…… Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur en Grindvíkingar byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta fjórðung, 20-25. KR herti greinilega vörnina í 2. leikhluta því ekkert gekk …
KR 98 – Grindavík 105
Grindavík opnaði toppbaráttuna í Dominosdeild karla með frábærum sigri á KR í gær. Fyrir leikinn var KR ósigrað í deildinni en okkar menn byrja árið vel og unnu með mögnuðum sóknarleik. Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna í DHL höllinni síðustu misseri þar sem þeir hafa unnið 7 af síðustu 11 leikjum þar gegn KR auk sigra í fyrirtækjabikarnum …
Enn syrtir í álinn
Grindavík tapaði fyrir Keflavík með 14 stiga mun, 67-81, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Afleitur annar leikhluti varð Grindvíkurstelpum að falli en þær skoruðu aðeins 8 stig og fengu 23 á sig. Pálína Gunnlaugsdóttir var enn fjarri góðu gamni hjá Grindavík sem er nú í kjallara deildarinnar. Grindavík-Keflavík 67-81 (20-18, 8-23, 20-15, 19-25) Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/7 …
Grindavík sækir KR heim – Bjóða upp á Grindavíkurhamborgara
Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst að nýju eftir jólafrí. Grindavík bíður erfitt verkefni en okkar menn sækja topplið KR heim en Vesturbæingar hafa unnið alla 11 leiki sína í deildinni. Grindavík hefur unnið 7 en tapað 4. Þetta verður fyrsti leikurinn hjá Kjartani Helga Steinþórssyni með Grindavík en hann sneri heim skömmu fyrir jól þar sem hann kom …
Enn einn Risapottur
Það verður enn einn risapottur í getraunum um helgina en potturinn að þessu sinni stefnir í 230 milljónir, Það gekk ekki alveg nógu vel um síðustu helgi en vinningurinn var undir 200kr á hlut og því ekki greiddur út. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur skal safna liði o.s.frv. Sala er hafin á hlutum í Risakerfi fyrir …
Grindavík 67 – Keflavík 81
Grindavík og Keflavík mættust í Dominosdeild kvenna í gærkveldi í 16.umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í Grindavík og endaði með sigri gestanna. Grindavíkurliðið var fáliðað í leiknum því aðeins 9 leikmenn voru á töflunni og þarf af 8 leikmenn sem tóku þátt í leiknum. Þrátt fyrir það byrjaði Grindavík betur og voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. …
Æfingar hafnar eftir jólafrí
Æfingar hjá flestum deildum UMFG eru hafnar eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu. Í dag eins og aðra miðvikudaga eru séræfingar hjá yngri markmönnum knattspyrnudeildarinnar. Æfingarnar eru klukkan 14:45 og fara fram í Hópinu undir stjórn Benóný Þórhallssonar
Daði ráðinn markmannsþjálfari
Daði Lárusson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari knattspyrnudeildar Grindavíkur. Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins. Daði var lengst af markvörður með FH og varð margfaldur Íslandsmeistari með liðinu.