Ólöf Rún Óladóttir hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Þetta eru frábær tíðindi fyrir Grindavík að endurheimta uppalin leikmann en Ólöf Rún hefur leikið með Keflavík undanfarin tímabil. Ólöf Rún er 22ja ára gömul og var með 4,6 stig að meðaltali með Keflavík í vetur en liðið varð deildarmeistari. …
Bragi í Penn State
Bragi Guðmundsson hefur hlotið inngöngu og skólastyrk frá Penn State háskólanum í Bandaríkjunum. Bragi var einn af betri leikmönnum Grindavíkur á síðasta tímabili og bætti sig mikið sem leikmaður. Hann fær nú frábært tækifæri til að spreyta sig í bandaríska háskólaboltanum með hinum öfluga Penn State háskóla. Þetta þýðir auðvitað að Bragi mun ekki leika með Grindavík á næstu leiktíð. …
Charisse Fairley semur við Grindavík
Grindvíkingar hafa samið við þýsk-bandaríska framherjann Charisse Fairley um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. Charisse er fædd í Þýskalandi árið 1999 og hefur síðustu þrjú tímabil leikið í háskólaboltanum vestanhafs, síðasta vetur með CSU Pueblo. Charisse er hávaxin framherji, eða 180 cm, sem getur bæði leikið fyrir innan og utan teiginn og látið rigna fyrir …
Valur Orri Valsson semur við Grindavík
Grindavík hefur samið við leikstjórnandann knáa Val Orra Valsson um að leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil í Subway-deild karla. Val Orra ættu allir íslenskir körfuboltaáhugamenn að þekkja vel þar sem hann byrjaði sinn meistaraflokks feril einungis 14 ára og spilaði hann einnig í háskóla í bandaríkjunum frá árunum 2016 til 2020. Hann hefur leikið með sterku liði Keflavíkur síðustu …
Dedrick Deon Basile semur við Grindavík
Grindavík hefur samið við leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að leika með félaginu á næsta tímabili í Subway-deild karla. Basile er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur enda verið einn besti leikmaður Subway-deildarinnar undanfarin ár. Hann hefur leikið með Njarðvík síðustu tvö tímabil og var með 19,8 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Basile er frábær leikstjórnandi …
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar fer fram 19. maí
Kæra stuðningsfólk Föstudaginn 19. maí ætlum við hjá KKD. UMFG að halda lokahóf og gera upp nýliðið tímabil með stæl. Þetta verður haldið í Gjánni og mun húsið opna klukkan 19:30. Matur verður á staðnum fyrir svanga frá Soho, Siggeir F. Ævarsson mun stýra hófinu af sinni alkunnu snilld og svo verða auðvitað skemmtiatriði með í bland. Salurinn verður svo …
Daniel Mortensen semur við Grindavík
Grindavík hefur gert samning við danska leikmanninn Daniel Mortensen um að leika með félaginu á næstu leiktíð í Subway-deild karla. Daniel ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur en hann hefur leikið hér á landi síðustu tvö tímabil, fyrst með Þór og nú síðast með Haukum. Það er ljóst að Daniel er mikill liðsstyrkur fyrir Grindavík en hann var …
DeAndre Kane semur við Grindavík
Grindavík hefur gert samning við bandaríska leikmanninn DeAndre Kane um að leika með félaginu á næstu leiktíð í Subwaydeild karla. Kane er með ungverskt vegabréf og mun því leika sem Evrópumaður með Grindavík á komandi tímabili. DeAndre Kane er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann er 33 ára gamall og 196 cm á hæð. DeAndre …
Jóhann Ólafssynir áfram með Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Jóhann Þór Ólafsson sem verður áfram þjálfari Grindavíkur á næsta tímabili í Subway-deild karla. Jafnframt verður Jóhann Árni Ólafsson áfram honum til aðstoðar. Saman náðu þeir ágætum árangri með Grindavíkurliðið á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í 7. sæti deildarinnar og féll út í 8-liða úrslitum gegn Njarðvík. „Það var einhugur í stjórn deildarinnar …
Landsliðskona Jamaíka til liðs við Grindavík
Grindavík fékk öflugan liðsstyrk núna um helgina þegar Dominique Bond-Flasza gekk til liðs við félagið. Dominiqe er varnarmaður og kemur til liðs við félagið frá finnska félaginu Aland. Hún lék með liði Tindastóls í Bestu deildinni tímabilið 2021. Dominique er landsliðskona hjá Jamaíka sem er einnig með pólskt vegabréf. Hún er nú þegar komin með leikheimild og verður í byrjunarliði …