Bragi í Penn State

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bragi Guðmundsson hefur hlotið inngöngu og skólastyrk frá Penn State háskólanum í Bandaríkjunum. Bragi var einn af betri leikmönnum Grindavíkur á síðasta tímabili og bætti sig mikið sem leikmaður.

Hann fær nú frábært tækifæri til að spreyta sig í bandaríska háskólaboltanum með hinum öfluga Penn State háskóla. Þetta þýðir auðvitað að Bragi mun ekki leika með Grindavík á næstu leiktíð.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar Braga innilega til hamingju með þennan árangur og hlökkum við að fylgjast með honum í vetur í Bandaríkjunum.