Við minnum á fyrirlesturinn í Gjánni um næringu og hollar matarvenjur, fyrir börn og unglinga er fyrirlesturinn kl 18:00 og svo fullorðna kl 20:00 fyrirlesturinn er í boði UMFG og Portsins
Aðalfundur minni deilda 2020
UMFG auglýsir aðalfund Judo, taekwondo , fimleika, skot, hjóla,sund og skákdeildar 2020 sem verður haldinn kl 20:00 í Gjánni þann 10.mars 2020 Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórna og reikningar deilda 2. Stjórnarkjör deildanna 3. Önnur mál
Herrakvöld í Gjánni í kvöld
Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni í kvöld. Veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson og ræðumaður kvöldsins Svali Björgvinsson. Boðið verður upp á kótilettur í raspi og saltfiskrétt a la Gauti. Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð er 5.000 kr. og er hægt að nálgast miða hjá Gauta í Olís.
Jón Júlíus ráðinn framkvæmdastjóri UMFG
Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi 17 umsækjenda. Jón Júlíus er 32 ára gamall og hefur síðustu þrjú ár starfað sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann kemur því með mikla reynslu í þetta nýja starf hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Aðalstjórn og stjórnarmenn deilda UMFG binda miklar vonir við að ráðning Jón …
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir komin á samning í Noregi
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vålerenga. Hún færir sig þar af leiðandi frá Svíþjóð til Noregs. Ingibjörg var síðast hjá Djurgården í Svíþjóð en þjálfari Vålerenga, Jack Majgaard Jensen, tók fyrst eftir Ingibjörgu er hún lék með Breiðablik. Jack Majgaard Jensen stýrði Rosengård áður en hann tók við Vålerenga og Rosengård og Breiðablik mættust í …
Framhalds aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur
Framhalds aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18:00. Um er að ræða venjuleg aðalfundarstörf fyrir utan stjórnarkosningu, en hún var í október s.l. á auka aðalfundi. Allir velkomnir. Kveðja, Stjórn knd. Grindavíkur
Grindavík í úrslitum Geysisbikarsins
Grindavík mætir Stjörnunni í úrslitum Geysisbikars karla í Laugardalshöllinni kl. 13:30 á morgun, laugardag. Stuðningsfólk Grindavíkur ætlar að stilla saman strengi sína fyrir leik á Ölveri sem er í göngufjarlægð frá Laugardalshöllinni. Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir börn og fullorðna. Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs! Hægt er að versla miða í Palóma og hér (sé verslað í gegnum þennan …
Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka
Grindavíkurbær auglýsir eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka. Styrkirnir skiptast í landsliðsstyrki, afreksstyrki, fræðslustyrki og stuðningsstyrki. Vakin er athygli á því að frestur til þess að sækja um fræðslustyrki rennur út 25. febrúar nk. Um aðra styrki er hægt að sækja um allt árið. Grindavíkurbær hvetur íþróttafélög, íþróttafólk, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþróttafélaga til þess að sækja um þá styrki sem eru …
Grindavík áfram í bikarúrslitaleikinn
Grindavík vann Fjölni í fyrri leik undanúrslita Geysisbikarsins sem fram fór í kvöld í Laugardalshöll. Grindavík vann 74-91 sigur í frábærum undanúrslitaleik. Fjölnismenn voru með yfirhöndina fram í þriðja leikhluta en þá seig Grindavík framúr og var öflugra á lokasprettinum en Grindavík náði að stinga Fjölni af í 4. leikhluta eftir að hafa verið í stöðunni 65 – 65. Úrslitaleikurinn fer fram á …
Miðasala á bikarleikinn stendur sem hæst
Undanúrslit í Geysis bikarnum í körfuknattleik verða á morgun, miðvikuudaginn 12. febrúar í Laugardagshöllinni. Lið Grindavíkur mætir þar liði Fjölnis kl. 17:30. Það lið sem vinnur kemst áfram í úrslitaleikinn á laugardaginn kemur, 15. febrúar. Grindvíkingar eru hvattir til að kaupa miðana sína af meðfylgjandi tengli hér. Þá er líka hægt að kaupa miða á gamla mátann hjá Lindu í Palóma en þá …