Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurbær auglýsir eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka. Styrkirnir skiptast í landsliðsstyrki, afreksstyrki, fræðslustyrki og stuðningsstyrki.

Vakin er athygli á því að frestur til þess að sækja um fræðslustyrki rennur út 25. febrúar nk. Um aðra styrki er hægt að sækja um allt árið. Grindavíkurbær hvetur íþróttafélög, íþróttafólk, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþróttafélaga til þess að sækja um þá styrki sem eru í boði.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér. Reglur sjóðsins má finna hér.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar og vanda til verka við gerð umsókna. Athugið að umsókn skal fylgja gögn, s.s. fjárhagsáætlun, upplýsingar um landsliðsverkefni, mót, námskeið eða annað sem styður við umsóknina.

Uppæðir styrkja árið 2020 eru eftirfarandi:

  • Endurgreiðsla vegna flugfars eða gistingar: allt að 30.000 kr.
  • Endurgreiðsla vegna vinnutaps: allt að 20.000 kr.
  • Fræðslustyrkur: allt að 100.000 kr.
  • Stuðningsstyrkur: allt að 50.000 kr.
  • Íslandsmeistartitill í hópíþrótt: 500.000 kr.
  • Bikarmeistaratitill í hópíþrótt: 350.000 kr.
  • Fyrirtækjameistaratitill í hópíþrótt: 100.000 kr.
  • Deildarmeistaratitill í hópíþrótt (sem ekki er íslandsmeistaratitill): 100.000 kr.
  • Lið í hópíþrótt sem vinnur sig upp um deild: 250.000 kr.
  • Íslandsmeistartitill í einstaklingsgrein í meistarflokki (styrkur til deildar/félags): 50.000 kr.

Umsóknir skal senda á netfangið eggert@grindavik.is