Herrakvöld í Gjánni í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni í kvöld. Veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson og ræðumaður kvöldsins Svali Björgvinsson. Boðið verður upp á kótilettur í raspi og saltfiskrétt a la Gauti.

Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð er 5.000 kr. og er hægt að nálgast miða hjá Gauta í Olís.