Grindavík í úrslitum Geysisbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætir Stjörnunni í úrslitum Geysisbikars karla í Laugardalshöllinni kl. 13:30 á morgun, laugardag. Stuðningsfólk Grindavíkur ætlar að stilla saman strengi sína fyrir leik á Ölveri sem er í göngufjarlægð frá Laugardalshöllinni. Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir börn og fullorðna. Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs!

Hægt er að versla miða í Palóma og hér (sé verslað í gegnum þennan tengil rennur andvirði miðanna til UMFG).

Ég trúi! Áfram Grindavík!