Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir komin á samning í Noregi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vålerenga. Hún færir sig þar af leiðandi frá Svíþjóð til Noregs. Ingibjörg var síðast hjá Djurgården í Svíþjóð en þjálfari Vålerenga, Jack Majgaard Jensen, tók fyrst eftir Ingibjörgu er hún lék með Breiðablik. Jack Majgaard Jensen stýrði Rosengård áður en hann tók við Vålerenga og Rosengård og Breiðablik mættust í Meistaradeildinni árið 2016.Þetta kemur fram á vefsíðu Vísis. 

Foreldrar Ingibjargar þau Fanney Pétursdóttir og Sigurður Jónsson sögðu bæði frá fréttunum á Facebook síðum sínum í gærkvöldi eftir að fréttirnar urðu opinberar og vísuðu bæði í Norska knattspyrnumiðilinn miðilinn VIF sem fjallar um kvennaknattspyrnu af miklum myndarbrag. Hamingjuóskum rigndi inn enda hefur Ingibjörg verið að standa sig vel með íslenska kvennalandsliðinu.

Við óskum Ingibjörgu innilega til hamingju með nýjan samning við Vålerenga og óskum henni um leið velfarnaðar innan sem utan vallar.