Allar skipulagðar æfingar falla niður hjá öllum deildum innan UMFG mánudaginn 16.03.2020 Neyðarstjórn Grindavíkurbæjar og skólastjórnendur bæjarins hafa fundað vegna covid-19 og samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Niðurstaðan er í takt við útgefin fyrirmæli frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennaforystu landsins um að vera með starfsdag í öllum skólum á morgun. Þetta á við um leik-, grunn- og tónlistarskóla. Við blasir að …
Samkomubann og nánari leiðbeiningar
Í ljósi nýrra frétta frá yfirvöldum um samkomubann sem gildir tekur á miðnætti 15.mars næstkomandi (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takamarka starsemi á vegum UMFI og aðildarfélaga. unnið er að nánari leiðbeiningum sem verða birtar í dag sjá frétt frá UMFÍ http://umfi.is/utgafa/frettasafn/samkomubann-og-nanari-leidbeiningar-vaentanlegar/
Æfingar óbreyttar um helgina
Atburðarrás síðustu daga hefur verið hröð og sér ekki fyrir endann á afleiðingum COVID-19 veirunnar á samfélagið og heiminn allan. Íþróttahreyfingin hefur staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og miklum áskorunum og staðið sig vel í þeim aðstæðum sem hún hefur staðið andspænis. Í dag funduðu formaður UMFG og Auður, framkvæmdastjóri UMFÍ, með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis og í kjölfarið með sérsamböndum ÍSÍ til …
Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti
Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð á laugardaginn Íslandsmeistari í pílukasti en um helgina fór fram Íslandsmótið í 501 sem er algengasti leikur pílukastsins. Matthías Örn átti frábæran dag og var úrslitaviðureign hans við sitjandi Íslandsmeistara, Vitor Charrua. Úrslitaviðureignin var æsispennandi en svo fór að Matthías vann 7-6. Matthías Örn var tilnefndur í kjöri á Íþróttamanni Grindavíkur fyrir árið 2019. …
Aðalfundur UMFG 2020
Aðalfundur UMFG 2020 Aðalfundur UMFG verður haldinn í Gjánni íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 17.mars 2020 kl 20:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG
Bjarni Már kjörinn formaður Hjólreiðasamband Íslands
Í dag fór fram hjólreiðaþing HRÍ og var kjörin ný stjórn ásamt því að nokkrar lagabreytingar voru samþykktar. Formaður UMFG, Bjarni Már Svavarsson, var kjörinn formaður HRÍ. Stjórn HRÍ er þannig skipuð: Formaður Bjarni Már Svavarsson UMFG Hjalti G. Hjartarson Breiðablik Árni F. Sigurðsson …
Fyrirlestur um hollt mataræði í boði UMFG og Portsins
Við minnum á fyrirlesturinn í Gjánni um næringu og hollar matarvenjur, fyrir börn og unglinga er fyrirlesturinn kl 18:00 og svo fullorðna kl 20:00 fyrirlesturinn er í boði UMFG og Portsins
Aðalfundur minni deilda 2020
UMFG auglýsir aðalfund Judo, taekwondo , fimleika, skot, hjóla,sund og skákdeildar 2020 sem verður haldinn kl 20:00 í Gjánni þann 10.mars 2020 Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórna og reikningar deilda 2. Stjórnarkjör deildanna 3. Önnur mál
Herrakvöld í Gjánni í kvöld
Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni í kvöld. Veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson og ræðumaður kvöldsins Svali Björgvinsson. Boðið verður upp á kótilettur í raspi og saltfiskrétt a la Gauti. Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð er 5.000 kr. og er hægt að nálgast miða hjá Gauta í Olís.
Jón Júlíus ráðinn framkvæmdastjóri UMFG
Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi 17 umsækjenda. Jón Júlíus er 32 ára gamall og hefur síðustu þrjú ár starfað sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann kemur því með mikla reynslu í þetta nýja starf hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Aðalstjórn og stjórnarmenn deilda UMFG binda miklar vonir við að ráðning Jón …