Aðalfundur körfuknattleiksdeildar fer fram 6. maí

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn miðvikudaginn 6. maí klukkan 20:00 í Gjánni.

Dagskrá aukaaðalfundar

1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara
4. Kosningar
a. Kosinn formaður stjórnar
b. Kosning meðstjórnenda
c. Kosning í varastjórn
d. Kosið í Unglingaráð
i. Kosning formanns
ii. Kosning meðstjórnenda
5. Önnur mál
6. Fundi slitið

ATH!
Þeir félagar sem ætla að mæta þurfa að boða komu sína amk 24 tímum fyrir fundinn á kkdumfg@gmail.com. Sami fyrirvari er settur á framboð í stjórn, varastjórn og í unglingaráð. Mikilvægt er að vita fjölda til að gera ráðstafanir vegna fjöldatakmarkana og almennt til að skipuleggja fundinn. ATH það er bannað að koma inn í gegnum íþróttahúsið en inngangurinn beint inn í Gjánna mun verða opinn.