Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

PílaPíla

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð á laugardaginn Íslandsmeistari í pílukasti en um helgina fór fram Íslandsmótið í 501 sem er algengasti leikur pílukastsins.  Matthías Örn átti frábæran dag og var úrslitaviðureign hans við sitjandi Íslandsmeistara, Vitor Charrua. Úrslitaviðureignin var æsispennandi en svo fór að Matthías vann 7-6.

Matthías Örn var tilnefndur í kjöri á Íþróttamanni Grindavíkur fyrir árið 2019. Hann gerði góða hluti í pílukasti á síðasta ári og ljóst að þetta ár ætlar ekki að vera síðra.

Við óskum Matthíasi Erni innilega til hamingju með titilinn og áframhaldandi góðs gengis.

Mynd: Pílufélag Grindavíkur