Bjarni Már kjörinn formaður Hjólreiðasamband Íslands

Hjól Hjól

Í dag fór fram hjólreiðaþing HRÍ og var kjörin ný stjórn ásamt því að nokkrar lagabreytingar voru samþykktar. Formaður UMFG, Bjarni Már Svavarsson, var kjörinn formaður HRÍ.

Stjórn HRÍ er þannig skipuð:

  • Formaður Bjarni Már Svavarsson   UMFG
  • Hjalti G. Hjartarson                          Breiðablik
  • Árni F. Sigurðsson                           HFA
  • Elsa Gunnarsdóttir                          HFR
  • Guðfinnur Hilmarsson                     Víkingur

Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum að öðru leyti en því að Bjarni Már er formaður.

Í varastjórn eru:

  • Sædís Ólafsdóttir                            HFR
  • Gunnlaugur Sigurðsson                  Bjartur
  • Helgi Berg Friðþjófsson                  BFH

Helstu breytingar á lögum voru þær að nú verður þingið haldið á hverju ári og kosnir tveir í stjórnina á hverju ári til tveggja ára auk þess að formaður er kosinn árlega.

Ljóst er að mikil vinna er fyrir höndum hjá nýrri stjórn þar sem enginn úr fyrri stjórn gaf kost á sér nema formaðurinn en Bjarni hlaut örugga kosningu í embættið.

Nýja stjórnin þakkar fráfarandi stjórn fyrir samstarfið á liðnum árum og  óskar þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur.