Allar skipulagðar æfingar falla niður mánudaginn 16.mars 2020 hjá UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Allar skipulagðar æfingar falla niður hjá öllum deildum innan UMFG mánudaginn 16.03.2020

Neyðarstjórn Grindavíkurbæjar og skólastjórnendur bæjarins hafa fundað vegna covid-19 og samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Niðurstaðan er í takt við útgefin fyrirmæli frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennaforystu landsins um að vera með starfsdag í öllum skólum á morgun. Þetta á við um leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Við blasir að framundan verður skert starfssemi á öllum skólastigum en nánari útlistun á fyrirkomulagi verður gefin út á morgun.

Allar skipulagðar íþróttaæfingar falla einnig niður á morgun.

sjá frétt http://grindavik.is./v/23720