Grindavík mætir Þór/KA á sunnudaginn í fyrsta heimaleik sumarsins. Frítt er á leikinn í boði tannlæknastofu Guðmundar Stelpurnar stóðu í Íslandsmeisturunum og töpuðu með eins marks mun. Það munar mikið um stuðning áhorfenda og hvetjum við því alla bæjarbúa til að koma á völlinn og steyðja stelpurnar
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar
Miðvikudaginn 25.maí verður haldin aðalfundur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur Fundurinn fer fram í aðstöðu deildarinnar við skólann og hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundastörf.
Skemmtun fyrir leikinn í kvöld
Fyrir leik Grindavíkur og Keflavík í kvöld verður Ölgerðin, styrktaraðili Pepsi deildarinnar, með boltaþrautir og lukkudýrið mætir á svæðið Skemmtunin byrjar klukkan 18:00 og verður einnig skiptimarkaður fyrir fótboltamyndir starfræktur.
Grindavík 0 – Keflavík 2
Rétt í þessu lauk leik Grindvíkur og Keflavíkur í fjórðu umferð Pepsi deild karla. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 2-0 Jóhann Helgason með aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Upp úr henni fær Grindavík hornspyrnu og Kristinn Jakobsson flautar leikinn af fljótlega eftir það. Pospisil kemur inn fyrir Scotty en áður var Óli Baldur búinn að koma inn í leikinn og …
Myndbönd kvöldsins
Margar myndbandstökuvélar voru á lofti fyrir og eftir leikinn bæði af heimsókn Ölgerðarinnar og viðtölum við leikmenn Stórskemmtilegt myndband af umgjörðinni fyrir leikinn í kvöld Viðtal við Ray á fotbolti.netViðtal við Andra Stein á fotbolti.netViðtal við Willum á fotbolti.netViðtal við Ólaf á sport.isViðtal við Willum á mbl.is
Forvarnarfundur fyrir foreldra
Á morgun þriðjudag verður fundur í Hópsskóla um forvarnamál fyrir foreldra. Kæru foreldrar Í framhaldi af fundi fyrir iðkendur UMFG mun forvarnarnefnd UMFG halda forvarnarfund fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Þriðjudaginn 17 maí kl 17.30 í Hópskóla munu Erling frá forvarnarhúsi og Krissi lögga vera með fræðslu fyrir foreldrana og er mikilvægt að allir foreldrar mæti og sýni samstöðu í …
Stóðu í Íslandsmeisturunum
Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Val 1-0 í 1. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu. Grindavíkurliðið kom skemmtilega á óvart og hefði hæglega getið fengið stig úr leiknum en tvö dauðafæri fóru forgörðum og heppnisstimpill var yfir sigurmarki Vals í seinni hálfleik. Grindavíkurliðinu var spáð falli í úrvalsdeildinni en Val titlinum og átti því flestir von á auðveldum sigri heimastúlkna. En annað …
Nágrannaslagur af bestu gerð
Það verður sannkallaður risa nágrannaslagur mánudagskvöld þegar Grindavík og Keflavík mætast á Grindavíkurvelli kl. 19:15. Undanfarin tvö ár hafa vel á annað þúsund manns mætt á völlinn og stemmningin verið frábær. Í hálfleik skrifa knattspyrnudeild Grindavíkur og Landsbankinn undir nýjan samstarfssamning sem m.a. felur í sér að Landsbankinn afsalar sér auglýsingu á búning Grindavíkurliðsins en býður félaginu að velja sér …
Leikskrá og dagatal fótboltans kemur út í dag
Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og verður henni dreift í öll hús. Leikskrána má jafnframt skoða hér á vefnum. Leikskráin er 48 blaðsíður stútfull af skemmtilegu efni sem tengist fótboltanum í bænum. Jafnframt verður dagatali knattspyrnudeildarinnar dreift með Leikskránni. Á meðal efnis í leikskránni er ítarlegt viðtal við Ray Anthony Jónsson sem upplifði mikið ævintýri þegar hann lék …
Stelpurnar byrja á morgun
Pepsi deild kvenna byrjar á morgun, laugardag. Fyrsti leikur Grindavíkur er gegn markföldum Íslandsmeisturum Vals og fer leikurinn fram á Hlíðarenda klukkan 14:00