Eitt stig úr Víkinni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í kvöld mættust Víkingur og Grindavík í 5.umferð Pepsi deildar karla.

Leikurinn var harla lítil skemmtun og lítið um færi.  Bestu færi Grindavíkur áttu Ólafur Örn í fyrri hálfleik þegar bjargað var af línu eftir skalla hans.  Í seinni hálfleik var það Paul sem komst næst því að skora en skot hans fór framhjá.

Jákvæða úr leiknum var að markið hélst hreint í fyrsta skipti í sumar og var aldrei hætta á öðru.

Grindavík er því í 10. sæti eftir 5 umferðir og næsti leikur gegn Þór mánudaginn 30.maí.  En næsti leikur liðsins er í bikarnum gegn KA 25.maí

Myndir úr leiknum

Viðtal við Ólaf á mbl.is

Viðtal við Ólaf á fotbolti.net

Viðtal við Andra, þjálfara Víkings, á fotbolti.net

Leikskýrla ksi.is

Umfjöllun fotbolti.net