Forvarnarfundur fyrir foreldra

Ungmennafélag GrindavíkurForvarnarnefnd, UMFG

Á morgun þriðjudag verður fundur í Hópsskóla um forvarnamál fyrir foreldra.

Kæru foreldrar
Í framhaldi af fundi fyrir iðkendur UMFG mun forvarnarnefnd UMFG halda forvarnarfund fyrir foreldra og aðra aðstandendur.
Þriðjudaginn 17 maí kl 17.30 í Hópskóla munu Erling frá forvarnarhúsi og Krissi lögga vera með fræðslu fyrir foreldrana og er mikilvægt að allir foreldrar mæti og sýni samstöðu í þessu alvarlega máli. Einnig kemur móðir sem hefur átt börn í neyslu og segir sína reynslusögu. Mikið hefur verið rætt um vímuefnaneyslu í samfélaginu og erum við í Grindavík því miður ekki undanskild því.
Eins og við höfum heyrt í fréttum lést nýverið 21 árs stúlka eftir neyslu eiturlyfs en hún var áður í U-17 ára landsliðinu í knattspyrnu. Þetta er því miður eitthvað sem getur gerst þó börnin standi sig vel í íþróttum svo ávallt þurfum við öll að vera á tánum í þessu forvarnarstarfi.
Sjáum vonandi sem flesta á fundinum, foreldra, ættingja og vini.