Grindavík 1 – Þór 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tók á móti Þór/KA í fyrsta heimaleik sumarsins hjá stelpunum.

Grindavík byrjaði leikinn mjög vel og komst Anna Þórunn snemma í ágætt færi en náði ekki að nýta sér það.  Stuttu seinna átti hún sendingu inn á Shaneka sem skoraði fyrsta mark leiksins.  

Gestirnir jöfnuðu leikinn á 23. mínútu með marki Rakelar Hönnudóttur úr vítaspyrnu.  

Grindavík var einnig betri aðilinn í seinni hálfleik þar sem Hólmfríður, Sarah og Shaneka voru allar nálægt því að koma Grindavík yfir en þess í stað tóku gestirnir öll stigin með sér norður með marki á 75. mínútu.

Mótið byrjar því með tveimur töpum en báðir leikirnir töpuðust með einu marki gegn liðum sem voru í efstu sætunum í fyrra þannig að Grindavík er að koma nokkuð á óvart og á eftir að ýta sér frá botnbaráttunni.

Myndir frá leiknum

Mynd – Hafliði Breiðfjörð fotbolti.net