Grindavík hefur samið við spænska framherjann Ivan Aurrecoechea um að leika með félaginu í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili. Ivan er 25 ára gamall Spánverji og er 203 cm á hæð. Ivan lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Hann var með 19,2 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni og tók 11,1 …
Robbi Ryan til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við bakvörðin Robbi Ryan og mun hún leika með félaginu í Úrvalsdeild kvenna í körfubolta í vetur. Ryan er 24 ára gömul og lék með Arizona State háskólanum. Á ferli sínum hjá Arizona State lék hún 131 leik og er sérstaklega öflug fyrir utan þriggja stiga línuna. Á lokatímabili sínu með Arizona State var hún með 10,6 …
Malik Benlevi leikur með Grindavík í vetur
Grindavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi og mun hann leika með félaginu á komandi keppnistímabili í Úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall og leikur í stöðu framherja. Hann er 198 cm á hæð og lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA deildarinnar. Þar áður lék hann með Georgia State háskólanum. Á lokaári sínu í háskólaboltanum …
Yngvi Páll ráðinn yfirþjálfari
Yngvi Páll Gunnlaugsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Yngvi býr yfir miklli reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað meistaraflokka m.a. hjá Val, KR og Haukum en hann gerði meistaraflokk kvenna hjá Haukum að Íslandsmeisturum árið 2009 auk þess sem hann hefur unnið fjölda titla sem þjálfari í yngri flokkum. …
Hekla Eik valin besti ungi leikmaðurinn!
Hekla Eik Nökkvadóttir var í gær valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna á uppskeruhátíð KKÍ. Hún var jafnframt valin í lið ársins í deildinni. Hekla átti frábært tímabil með Grindavík á nýafstaðinni leiktíð þar sem Grindavík tryggði sér sæti í Dominos-deildinni með því að leggja Njarðvík af velli í ótrúlegu úrslitaeinvígi. Hekla var með 16,6 stig að meðaltali …
Ný stjórn kjörin á aukaaðafundi Kkd. Grindavíkur
Í gær fór fram aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrir komandi starfsár. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður deildarinnar. Bergur Hinriksson og Guðmundur Ásgeirsson voru einnig kjörnir í stjórn deildarinnar og koma í stað Heiðars Helgasonar og Sigurðar Gíslasonar sem ákváðu að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Stjórn deildarinnar 2021-2022 er skipuð með …
Klara Bjarnadóttir nýr formaður UMFG
Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í kvöld í Gjánni, félagsheimili UMFG. Kosin var ný stjórn til næsta starfsárs. Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG. Hún er fyrsta konan síðan árið 1978 til að gegna þessu embætti hjá UMFG. Er það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu hjá félaginu en hún hefur unnið frábært starf …
Dagur Kár framlengir við Grindavík
Dagur Kár Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og leikur áfram með félaginu á næstu leiktíð. Dagur hefur verið í herbúðum Grindavíkur með hléum frá árinu 2016. Hann spilaði í Austurríki tímabilið 2018/2019 en hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur á undanförnum árum. „Ég er virkilega ánægður að hafa gert nýjan samning og líður ótrúlega vel í Grindavík. …
Þorleifur ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur
Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík sem mun leika í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð. Þorleifur gerir samning til næstu þriggja ára og tekur við liðinu af Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfaði liðið í vetur. Þorleif eða Lalla þarf vart að kynna fyrir Grindvíkingum. Hann hefur verið lykilmaður í grindvískum körfuknattleik um árabil og leiddi karlalið …
Lokahóf yngri flokka
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram 7. júní í Gjánni. Veittar voru einstaklings viðurkenningar allt frá minnibolta 10 ára til elstu yngri flokka. Við óskum ykkur öllum til hamingju og hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut. Mb 10 ára stelpur Mestu framfarir: Margrét og Berglind Dugnaðarforkur: Lára Mb 11 ára stelpur Mestu framfarir: Salka Eik og …