Robbi Ryan til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við bakvörðin Robbi Ryan og mun hún leika með félaginu í Úrvalsdeild kvenna í körfubolta í vetur. Ryan er 24 ára gömul og lék með Arizona State háskólanum. Á ferli sínum hjá Arizona State lék hún 131 leik og er sérstaklega öflug fyrir utan þriggja stiga línuna.

Á lokatímabili sínu með Arizona State var hún með 10,6 stig í leik og var valin í lið ársins All-Pac-12 deildinni í háskólakörfuboltanum. Robbi Ryan átti ótrúlegan feril í framhaldsskóla með Sheridan skólanum þar sem hún var lykilleikmaður og skoraði grimmt á yngri árum.

Ryan er einnig öflugur varnarmaður og var með fínt hlutfall í stolnum boltum á háskólaferli sínum.

Kkd. Grindavíkur býður Robbi Ryan velkomna til Grindavíkur!