Hekla Eik valin besti ungi leikmaðurinn!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hekla Eik Nökkvadóttir var í gær valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna á uppskeruhátíð KKÍ. Hún var jafnframt valin í lið ársins í deildinni.

Hekla átti frábært tímabil með Grindavík á nýafstaðinni leiktíð þar sem Grindavík tryggði sér sæti í Dominos-deildinni með því að leggja Njarðvík af velli í ótrúlegu úrslitaeinvígi.

Hekla var með 16,6 stig að meðaltali og með 4,5 stoðsendingar í leik í vetur.

Kkd. Grindavíkur óskar Heklu innilega til hamingju með þennan árangur.

Nánar hér: https://bit.ly/3AehGhF

💛💙