Bryndís ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir árssamning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og verður aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna sem leikur í efstu deild í vetur.

Bryndís er reynslumikill og góður þjálfari sem verður Þorleifi Ólafssyni til halds og traust í vetur. Bryndís kom inn í þjálfarateymið í lok síðasta tímabils en Grindavík tryggði sér sæti í efstu deild eftir frábært úrslitaeinvígi gegn Njarðvík.

Bryndís hefur komið nokkuð víða sem leikmaður og þjálfari. Hún lék með Grindavík, Breiðabliki, ÍR, Ármanni, Fjölni og Stjörnunni. Sem þjálfari hefur hún starfað hjá Stjörnunni, ÍR, Ármanni og hjá Grindavík. Bryndís sat lengi í stjórn KKÍ og hlaut silfurmerki sambandins að lokinni farsælli stjórnarsetu.

„Það er mikill fengur fyrir okkur hjá KKD. Grindavíkur að fá Bryndísi til starfa hjá meistaraflokki kvenna. Bryndís kom öflug inn í starfið í fyrra og við teljum okkur nú vera með frábært þjálfarateymi í þeim Lalla og Bryndísi. Við bíðum spennt eftir því að tímabilið hefjist,“ segir Ingibergur Jónasson, formaður KKD Grindavíkur.

Áfram Grindavik!