Malik Benlevi leikur með Grindavík í vetur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi og mun hann leika með félaginu á komandi keppnistímabili í Úrvalsdeild karla.

Malik er 24 ára gamall og leikur í stöðu framherja. Hann er 198 cm á hæð og lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA deildarinnar. Þar áður lék hann með Georgia State háskólanum.

Á lokaári sínu í háskólaboltanum var Malik með 11,9 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 5,8 fráköst. Hann mun því styrkja liðið inn í teig og er góður varnarmaður.

Kkd. Grindavíkur býður Malik velkominn til Grindavíkur!