Sigurður Bjartur & Kristín valin best á lokahófi knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram sl. laugardagskvöld. Hófið var sérstaklega glæsilegt og fór fram á Bryggjunni. Óhætt er að segja að lokahófið hafi tekist vel upp og skemmtu fjölmargir Grindvíkingar sér vel eftir langa bið. Gummi Ben var veislustjóri og stóð sig með mikilli prýði. Grindavíkurdætur fluttu nokkur falleg lög og Guðni Ágústsson var ræðumaður kvöldsins. ClubDub skemmtu yngri kynslóðinni …

Úrslit í Happadrætti Knattspyrnudeildar Grindavíkur – Lokahóf 2021

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Frábær þátttaka var í Happadrætti Knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór á lokahófinu deildarinnar í gærkvöldi. Fjölmargir keyptu miða, freistuðu gæfunnar og styrktu um leið félagið okkar. Þökkum kærlega þennan frábæra stuðning og einnig þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem gáfu vinninga í Happadrættið. Vinningshafar geta nálgast vinninga úr happadrættinu til 1. nóvember á skrifstofu UMFG í Gjánni. Hér að neðan má sjá …

Æfingatafla hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Grindavíkur hefjast á ný í dag eftir stutt frí. Búið er að setja upp töflu sem gildir næstu vikurnar eða þar til að meistaraflokkar félagsins hefja aftur æfingar í lok október. Tafla gildir frá 15. september 2021 til 1. nóvember 2021. Taflan er birt með fyrirvara um breytingar. Búið er að stofna inn allar æfingar …

Starf yfirþjálfara knattspyrnudeildar laust til umsóknar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara laust til umsóknar. Félagið leitar af metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum …

Taekwondo æfingar hefjast á þriðjudaginn, 7. september

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Taekwondo æfingar eru í bardagasalnum á 2. hæð í íþróttamiðstöðinni. Þjálfari er Malsor Tafa 6-16 ára Þriðjudagar 17:00-18:00 Fimmtudagar 16:00-17:00 Skráning í fullum gangi á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/umfg/taekwondo Hvetjum alla til að mæta æfingar og prófa þessu frábæru íþrótt! Áfram Grindavík!

Æfingar í fimleikum hefjast á mánudag

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Æfingar hjá Fimleikadeild UMFG 2021-2022 hefst á mánudaginn 6. september. Taflan liggur fyrir ásamt æfingatímum. Búið að er að setja inn æfingatíma í Sportabler. Skráning hafin í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/umfg/fimleikar ÆFINGATAFLA 2021 – 2022 1. – 2. bekkur (F. 2014-2015) Þriðjudagur kl. 15:15-16:00 Miðvikudagur kl. 15:15-16:00 Fimmtudagur kl. 15:15-16:00 3.-5. bekkur (F. 2011-2013) Mánudagur kl. 15:15 – 16:15 Þriðjudagur Kl: 16:00 …

Sundæfingar hefjast mánudaginn 6. september

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Nýtt æfingatímabil hjá Sunddeild UMFG hefst mánudaginn 6. september næstkomandi. Æfingataflan verður eins og síðustu ár. Tracy Vita Horne og Margrét Reynisdóttir verða áfram þjálfarar hjá deildinni. Skráning er hafin í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/umfg/sund Æfingatafla sunddeildar 2021-2022 1-2. bekkur (F. 2014-2015) Hópur 1: 16:00 – 16:40 mánudaga & miðvikudaga Hópur 2: 16:40 – 17:20 mánudaga & miðvikudaga 3.-5. bekkur (F. 2011- …

Sigurbjörn Hreiðarsson hættir sem þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu að loknu tímabilinu í Lengjudeild karla. Sigurbjörn tók við Grindavík haustið 2019 eftir að liðið féll úr efstu deild. Liðið varð í 4. sæti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og situr liðið nú í 7. sæti á yfirstandi leiktíð þegar þrír leikir eru eftir. Aðstoðarþjálfarinn Ólafur Brynjólfsson …

Bryndís ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir árssamning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og verður aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna sem leikur í efstu deild í vetur. Bryndís er reynslumikill og góður þjálfari sem verður Þorleifi Ólafssyni til halds og traust í vetur. Bryndís kom inn í þjálfarateymið í lok síðasta tímabils en Grindavík tryggði sér sæti í efstu deild eftir frábært úrslitaeinvígi gegn Njarðvík. …

Hulda Björk skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hulda Björk Ólasdóttir hefur gert nýjan eins árs samning við Grindavík og mun leika með félaginu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á komandi tímabili. Hulda er 18 ára gömul og var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í efstu deild kvenna á síðasta tímabili. Hulda var með 15,1 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og tók …