Dagur Kár semur við spænskt félagslið

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í vetur í Úrvalsdeild karla. Dagur hefur samið við spænska félagið Club Ourense Baloncesto og mun leika með þeim í vetur.

„Þetta er virkilega spennandi tækifæri sem ég get ekki sleppt á þessum tímapunkti á ferli mínum,“ segir Dagur Kár Jónsson.

„Ég vil þakka Grindvíkingum fyrir síðustu ár þar sem mér hefur liðið eins og heimamanni. Ég vil einnig þakka stjórninni og Daníel þjálfara fyrir að styðja við bakið á mér í þessari ákvörðun, enda ekki við öðru að búast af þessu toppfólki. Takk fyrir mig.“

Þetta er mikil blóðtaka fyrir lið Grindavíkur en Dagur Kár hefur verið lykilleikmaður Grindavíkur á undaförnum árum. Leit af arftaka Dags er í fullum gangi og vonumst við til að geta kynnt nýja leikmenn til liðs við félagið á allra næstu dögum.

KKD. Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til Dags Kár fyrir hans framlag til körfuboltans í Grindavík og óskum við honum alls hins besta á Spáni. Hann er jafnframt ævinlega velkominn aftur „heim“ í Grindavík!

Áfram Grindavík!