Naor Sharon semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Úrvalsdeild karla í körfubolta. Liðið hefur samið leikstjórnandann Naor Sharon Sharabani. Naor er 26 ára gamall og kemur frá Ísrael. Hann er jafnframt með franskt vegabréf.

Naor er ekki ókunnur íslenskum körfubolta því hann lék með Valsmönnum tímabilið 2019/2020. Hann lék með Valsmönnum seinni hlutann af tímabilinu og var með 13,8 stig að meðaltali og gaf 6,9 stoðsendingar í leik.

Hann lék síðast með Maccabi Haifa í heimalandinu. Naor er 193 cm á hæð og mætir í góðu leikformi frá Ísrael.

„Við erum mjög ánægðir með að vera búnir að finna leikstjórnenda sem mun leysa Dag Kár af hólmi. Við þurftum að bregðast hratt við og er mjög sáttir með að fá Naor til liðs við okkur. Þetta er öflugur leikmaður sem mun styrkja okkar lið,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur.

Naor Sharon Sharabani er væntanlegur til landsins núna í vikunni og verður vonandi kominn með leikheimild fyrir fyrsta leik Grindavíkur sem er gegn Þór Akureyri næstkomandi föstudag.