Sigurður Bjartur & Kristín valin best á lokahófi knattspyrnudeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram sl. laugardagskvöld. Hófið var sérstaklega glæsilegt og fór fram á Bryggjunni. Óhætt er að segja að lokahófið hafi tekist vel upp og skemmtu fjölmargir Grindvíkingar sér vel eftir langa bið.

Gummi Ben var veislustjóri og stóð sig með mikilli prýði. Grindavíkurdætur fluttu nokkur falleg lög og Guðni Ágústsson var ræðumaður kvöldsins. ClubDub skemmtu yngri kynslóðinni fram eftir kvöldi ásamt Dj Agli Birgissyni.

Ólafur Ragnar Sigurðsson og Sigurgeir Sigurgeirsson voru gerðir að Heiðursfélögum Knattspyrnudeildar Grindavíkur. Þeir hafa unnið ómetanlegt starf fyrir félagið á undanförnum árum og áratugum.

Hápunktur kvöldsins er val á bestu leikmönnum deildarinnar fyrir tímabilið 2021. Að þessu sinni voru tveir uppaldir heimamenn valdir bestir en að valinu standa leikmenn, þjálfarar og stjórnarfólk.

Sigurður Bjartur Hallsson var valinn besti leikmaður karlaliðs Grindavíkur og Kristín Anítudóttir McMillan besti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur. Við óskum þeim innilega til hamingju og eru þau vel að þessari útnefningu komin. Bæði áttu frábært tímabil með Grindavík í ár.
Verðlaunahafar á Lokahófi Knd. Grindavíkur 2021:
Mfl. karla
Besti leikmaður: Sigurður Bjartur Hallsson
Mikilvægasti leikmaður: Sigurður Bjartur Hallsson
Markahæsti leikmaður: Sigurður Bjartur Hallsson
Efnilegasti leikmaður: Símon Logi Thasapong
Mfl. kvenna
Besti leikmaður: Kristín Anítudóttir McMillan
Mikilvægasti leikmaður: Christabel Oduro
Markahæsti leikmaður: Christabel Oduro
Efnilegasti leikmaður: Unnur Stefánsdóttir
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju og vonum að allir hafi skemmt sér einstaklega vel!