Guðný Eva leggur skóna á hilluna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði kvennaliðs Grindavíkur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Guðný er 24 ára gömul og lék alls 164 leiki fyrir Grindavík í deild og bikar. Fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk Grindavíkur lék Guðný árið 2012 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Þann síðasta lék hún núna í haust í Lengjudeild kvenna. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill þakka Guðnýju …

Flottur sigur gegn Blikum í HS Orku Höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í Subwaydeild kvenna á leiktíðinni með góðum sigri gegn Breiðablik í HS Orku Höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 90-75 fyrir Grindavík sem leiddi leikinn nokkuð örugglega lengst af í leiknum. Robbi Ryan átti frábæran leik hjá Grindavík og skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Hún var með alls með 45 framlagsstig í …

Bragi skiptir yfir í Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bragi Guðmundsson hefur haft félagaskipti yfir í Hauka og mun því leika með Hafnarfjarðarliðinu í 1. deildinni út leiktíðina. Bragi, sem er 18 ára gamall, óskaði eftir því að fá að skipta yfir í Hauka með það fyrir augum að fá aukinn leiktíma á yfirstandandi keppnistímabili. Stjórn KKD. Grindavíkur hefur orðið við bón Braga og hefur hann því haft félagaskipti …

Skráning iðkenda í Sportabler

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

 Við viljum minna forráðamenn á að skrá börnin í íþróttagreinar hjá UMFG inni í Sportabler. Frá með mánudeginum 22. nóvember verða allir iðkendur, sem eru að æfa hjá félaginu en hafa ekki verið skráðir af forráðamönnum – handskráðir af félaginu og greiðsluseðlar sendir í heimabanka forráðamanna. Eftir 22. nóvember verður ekki hægt að skipta greiðslum á æfingagjöldum iðkenda sem eru …

Þorrablót Grindvíkinga fer fram 29. janúar

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Kæru Grindvíkingar! Það er komin dagsetning fyrir næsta alvöru þorrablót! Þorrablót Grindvíkinga verður haldið laugardaginn 29. janúar og verða skemmtikraftar kvöldsins ekki af verri endanum. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og mun Lalli töframaður veislustýra kvöldinu, Guðrún Árný flytur ljúfa tóna, Bogi og Hæi munu halda uppteknum hætti og stýra fjöldasöng og mun svo Stuðlabandið halda uppi stuðinu fram eftir …

Tómas Leó skrifar undir hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sóknarmaðurinn Tómas Leó Ásgeirsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Tómas Leó er 23 ára gamall og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Haukum í 2. deild. Tómas skoraði 13 mörk í 20 leikjum fyrir Hauka í 2. deild í sumar ásamt því að skora þrjú mörk í …

1. bekkur fékk körfubolta að gjöf

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Krakkarnir í 1. bekk í Grunnskóla Grindavíkur fengu góða heimsókn í vikunni þegar leikmenn meistaraflokka Grindavíkur komu færandi hendi. Undanfarin ár hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar gefið öllum nemendum í 1.bekk körfubolta að gjöf. Þau Ólafur Ólafsson, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Ivar Aurrecoechea og Edyta Falenczyk mættu í Hópsskóla á föstudaginn og afhentu boltana. Heldur betur skemmtilegt og krakkarnir tóku brosandi á …

EC Matthews til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hafa samið við bandaríska bakvörðinn EC Matthews og mun hann leika með félaginu það sem eftir lifir leiktíðar. Matthews er 26 ára og lék síðast með Oliveirense í portúgölsku deildinni á tímabilinu 2020-2021. Þar var hann með tæp 16 stig að meðaltali í leik í þessari sterku deild. Matthews er 196 cm á hæð og lék með Rhode Island …

Jón Óli þjálfar áfram kvennalið Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Jón Ólafur Daníelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun áfram þjálfa kvennalið Grindavíkur á næstu leiktíð. Jón Óli tók við liðinu síðasta vetur og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti Lengjudeildar kvenna í sumar sem var mjög ásættanlegur árangur. Það er mikið fagnaðarefni að Jón Óli haldi áfram störfum hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur en hann …

Óttar nýr styrktarþjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Óttar Guðlaugsson og mun hann taka að sér styrktarþjálfun hjá meistaraflokki karla. Óttar er 29 ára gamall og hefur starfað frá árinu 2015 hjá Knattspyrnudeild Selfoss, þar af sl. þrjú ár sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Selfoss. Óttar er menntaður íþróttafræðingur og er að ljúka framhaldsmenntun á því sviði á næsta ári. Hann er með …