Flottur sigur gegn Blikum í HS Orku Höllinni

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í Subwaydeild kvenna á leiktíðinni með góðum sigri gegn Breiðablik í HS Orku Höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 90-75 fyrir Grindavík sem leiddi leikinn nokkuð örugglega lengst af í leiknum.

Robbi Ryan átti frábæran leik hjá Grindavík og skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Hún var með alls með 45 framlagsstig í kvöld og er þetta hennar besti leikur á leiktíðinni.

Hulda Björk kom næst með 11 stig og Jenný Geirdal var með 10 stig.

Grindavík er með 6 stig í sjötta sæti deildarinnar að loknum 9 umferðum. Næsti leikur hjá Grindavík er gegn Njarðvík á útivelli þann 1. desember næstkomandi!

Áfram Grindavík!

💛🏀💙