Guðný Eva leggur skóna á hilluna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði kvennaliðs Grindavíkur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Guðný er 24 ára gömul og lék alls 164 leiki fyrir Grindavík í deild og bikar.

Fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk Grindavíkur lék Guðný árið 2012 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Þann síðasta lék hún núna í haust í Lengjudeild kvenna.

Knattspyrnudeild Grindavíkur vill þakka Guðnýju Evu kærlega fyrir hennar framlag til fótboltans í Grindavík. Hún hefur verið frábær fyrirmynd yngri iðkenda og lykilleikmaður í kvennaliði Grindavíkur á undanförnum árum.

Við sjáum eftir frábærum leiðtoga á vellinum en Guðný mun án efa taka áfram virkan þátt í starfi félagsins á öðrum sviðum. Verði skórnir tekir af hillunni er hún ávallt velkomin aftur í gulu & bláu treyjuna!

Takk fyrir allt Guðný Eva!