Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur út eftir helgi

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Glæný leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er farin í prent og kemur út á fljótlega í næstu viku. Um er að ræða skemmtilegt blað um körfuboltann í Grindavík, kynning á leikmönnum liðsins ásamt viðtölum við ýmsa aðila sem tengjast körfuboltanum í Grindavík.

Blaðið verður borið út í öll hús í Grindavík um miðja næstu viku. Við viljum þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu að blaðinu og einnig þeim fyrirtækjum sem styrktu útgáfuna að þessu sinni.

Meðal efnis í blaðinu:

 • Kjartan Adólfsson formaður unglingaráðs í áratug
 • Sagan á bakvið stuðningsmannalagið
 • Daníel Guðni ánægður með leikmannahópinn
 • Björgvin Hafþór líkar lífið í Grindavík
 • Óli Óla öðruvísi leiðtogi en bróðir sinn
 • Þorleifur nýr þjálfari mfl. kvenna
 • Arna Sif er töffari í vörninni
 • Stigavélin Robbi Ryan
 • Yngvi er nýr yfirþjálfari
 • Gylfi á Papas er stuðningsmaðurinn
 • Myndir úr safni Kidda Ben
 • Ný stúka væntanleg
 • Lokahóf yngri flokka
 • Hulda Björk ung í lykilhlutverki
 • Þristófer Breki Gylfason
Hér má lesa Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur