Bragi skiptir yfir í Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bragi Guðmundsson hefur haft félagaskipti yfir í Hauka og mun því leika með Hafnarfjarðarliðinu í 1. deildinni út leiktíðina. Bragi, sem er 18 ára gamall, óskaði eftir því að fá að skipta yfir í Hauka með það fyrir augum að fá aukinn leiktíma á yfirstandandi keppnistímabili. Stjórn KKD. Grindavíkur hefur orðið við bón Braga og hefur hann því haft félagaskipti yfir í Hauka.

Bragi hefur leikið tæpar 8 mínútur að meðaltali í leik í Subway-deildinni í vetur og hefur átt góðar innkomur í leiki Grindavíkur í vetur.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur óskar Braga góðs gengis með Haukum í vetur og vonumst við til að sjá hann aftur í gula búningnum með Grindavík í HS Orku Höllinni áður en langt um líður.

Áfram Grindavík!

Mynd/Víkurfréttir: Bragi í sigurleik gegn Þór Akureyri snemma á leiktíðinni.