Nágrannaslagur í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður hörku leikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast  kl. 19:15 í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti með 10 stig. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins hefur komið sterkur inn og verður gaman að sjá hann gegn þessu sterka Njarðvíkurliði. 

Tap gegn Hamar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hamar var of stóru biti fyrir Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur og var augljóst að hennar var sárt saknað. Fyrri hálfleikur var í járnum og staðan í hálfleik 36-38, Hamarsstelpur í vil. En í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og tryggðu sér 16 stiga sigur, 57-73. Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, …

Grindavík – Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það verður hörku leikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast  kl. 19:15 í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti með 10 stig. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins hefur komið sterkur inn og verður gaman að sjá hann gegn þessu sterka Njarðvíkurliði. 

Annað Risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Risakerfið gaf 13 rétta í síðustu viku og skilaði það tæpum 66 þúsund á hlut, ekki ónýt búbót það. Nú verður splæst í annað risakerfi en tippgúrúinn er mjög bjartsýnn á seðil vikunar. Seldir verða 68 hlutir á 3000 kr. hluturinn en það hver má kaupa eins marga hluti og hann vill.   Það er sára einfalt að vera með …

Níu stiga tap gegn Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Val í Dominos deild kvenna í körfubolta 73-64. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur sem er meidd.  Leikurinn var jafn og spennandi en ótrúleg hitni Vals um miðbik fjórða leikhluta skildi á milli þegar yfir lauk. Grindavík var einu stigi yfir í hálfleik 34-33.  Jafnt var á öllum tölum en Grindavík náði þó mest sex stiga forystu í …

Úrslit helgarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Karla og kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik áttu útileiki um helgina.  Strákarnir sóttu KFÍ heim í opnum sóknarleik sem endaði 122-94. Stelpurnar sóttu Val heim en töpuðu í spennandi leik gegn liðinu sem spáð er Íslandsmeistaratitli. Umfjöllun karfan.is á KFÍ-Grindavík „KFÍ og Grindavík mættust í gær í Domino’s deild karla á Ísjakanum á Ísafirði. Upprunalega átti leikurinn að fara fram á …

3,3 milljónir á stóra kerfið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þeir sem versluðu sér hlut í stóra kerfinu hjá Getraunaþjónustunni í Gula húsinu ávöxtuðu pund sitt vel því að 13 réttir komu á seðilinn sem gerður var þessa helgi, vinningurinn var 3,3 miljónir sem skiptast á 50 hluti eða 66 þúsund krónur á hlut, en hluturinn kostaði 3000 kr. Hluthafar í kerfinu eru beðnir um að senda bankaupplýsingar og kennitölu …

Grindavíkurstrákarnir í banastuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeild karla í gærkvöldi með 122 stigum gegn 94. Ekkert lið hefur skorað fleiri stig í einum leik en Grindavík í þessum leik. Nýi bandaríski leikmaðurinn í liðinu, Earnest Lewis Clinch Jr. lofar virkilega góðu en hann skoraði 36 stig. Leikurinn var reyndar frekar jafn í fyrri hálfleik en Grindavík hafði eins stigs forskot …

KFÍ-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sækir Ísfirðinga heim í kvöld í áttundu umferð Dominosdeild karla.   Liðin eru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar, okkar menn að reyna nálgast KR og Keflavík á toppnum en KFÍ í botnbaráttu með Val, Skallagrím og ÍR. Bæði liðin unnu síðasta leik, KFÍ lagði ÍR á útivelli en Grindavík sigraði Stjörnuna heima. Hægt verður að fylgjast með leiknum …

Risakerfi og opið í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Getraunaþjónustan verður með opið í kvöld í Gula húsinu frá kl 20.30, þar verður Risaseðill settur saman og boðið uppá léttar veitingar en Það verða 190 millur í pottinum í Enska boltanum núna um helgina.   Þú þarft ekki að hafa hundsvit á enska til að vera með því hægt verður að kaupa hlut í risakerfi þar sem seldir verða …