Grindavíkurstrákarnir í banastuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeild karla í gærkvöldi með 122 stigum gegn 94. Ekkert lið hefur skorað fleiri stig í einum leik en Grindavík í þessum leik. Nýi bandaríski leikmaðurinn í liðinu, Earnest Lewis Clinch Jr. lofar virkilega góðu en hann skoraði 36 stig.

Leikurinn var reyndar frekar jafn í fyrri hálfleik en Grindavík hafði eins stigs forskot í hálfleik, 56-55. Í þriðja leikhluta skoraði Grindavík hvorki fleiri né færri en 43 stig gegn 26 stigum heimamanna.

KFI-Grindavík 94-122 (27-33, 28-23, 26-43, 13-23)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 36/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 30, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.

Staðan:

1. KR 7 7 0 645:544 14
2. Keflavík 7 6 1 628:527 12
3. Njarðvík 7 5 2 684:609 10
4. Grindavík 7 5 2 643:588 10
5. Haukar 7 4 3 617:604 8
6. Snæfell 7 4 3 636:607 8
7. Þór Þ. 6 3 3 565:555 6
8. Stjarnan 7 3 4 557:566 6
9. ÍR 8 2 6 644:769 4
10. Skallagrímur 6 1 5 449:538 2
11. Valur 7 1 6 576:658 2
12. KFÍ 8 1 7 664:743 2