KFÍ-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sækir Ísfirðinga heim í kvöld í áttundu umferð Dominosdeild karla.  

Liðin eru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar, okkar menn að reyna nálgast KR og Keflavík á toppnum en KFÍ í botnbaráttu með Val, Skallagrím og ÍR.

Bæði liðin unnu síðasta leik, KFÍ lagði ÍR á útivelli en Grindavík sigraði Stjörnuna heima.

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á KFÍ-tv