Nágrannaslagur í Röstinni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það verður hörku leikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast  kl. 19:15 í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti með 10 stig. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins hefur komið sterkur inn og verður gaman að sjá hann gegn þessu sterka Njarðvíkurliði.