Tap gegn Hamar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hamar var of stóru biti fyrir Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur og var augljóst að hennar var sárt saknað. Fyrri hálfleikur var í járnum og staðan í hálfleik 36-38, Hamarsstelpur í vil. En í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og tryggðu sér 16 stiga sigur, 57-73.

Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, 12-18, 9-17)

Grindavík: Lauren Oosdyke 25/21 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/15 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4/6 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 0/6 stoðsendingar.

Staðan:
1. Keflavík 12 10 2 920:843 20 
2. Snæfell 12 9 3 931:788 18 
3. Haukar 12 8 4 936:853 16 
4. Hamar 12 5 7 850:877 10 
5. Valur 12 5 7 854:875 10 
6. Grindavík 12 5 7 839:901 10 
7. KR 12 4 8 817:863 8 
8. Njarðvík 12 2 10 802:949 4