Daði Lárusson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari knattspyrnudeildar Grindavíkur. Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins. Daði var lengst af markvörður með FH og varð margfaldur Íslandsmeistari með liðinu.
Björn Steinar í Stjörnuna
Körfuknattleiksmaðurinn Björn Steinar Brynjólfsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá Grindavík eins og mbl.is sagði frá í gærkvöld. Af þeim sökum hefur körfuknattleiksdeild Grindavíkur sent frá sér yfirlýsingu um félagaskiptin. „Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, skrifaði í dag undir félagsskipti fyrir Björn Steinar Brynjólfsson en hann í gengur í raðir Stjörnunnar. Þar sem Björn Steinar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og hefur leikið …
Daði Lárusson semur við Grindavík
Daði Lárusson hefur verið ráðin sem markmannsþjálfari Knattspyrnudeildar Grindavíkur. Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Á ferlinum sínum, sem spannar um 20 ár í meistaraflokkir, spilaði Daði lengstum með FH en einnig hjá Haukum og Skallagrím ásamt 3 A landsliðsleikjum. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins.
Leikir á næstu dögum
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur eiga áhugaverða leiki á næstu dögum. Stelpurnar taka á móti Keflavík á morgun og strákarnir mæta KR á útivelli á fimmtudaginn. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Auk þess mun 11.flokkur drengja spila við Snæfell á Stykkishólmi í bikarkeppninni á morgun klukkan 19:00 Grindavík tapaði fyrir toppliði Snæfells í fyrsta leik ársins í Dominosdeild kvenna á …
Björn Steinar til Stjörnunnar
Björn Steinar Brynjólfsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna og mun því leika í bláu á næstunni. Yfirlýsing stjórnar körfuknattleiksdeildar UMFG: „Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, skrifaði í dag undir félagsskipti fyrir Björn Steinar Brynjólfsson en hann í gengur í raðir Stjörnunnar. Þar sem Björn Steinar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og hefur leikið allan sinn feril í Grindavík, þá …
Stórleikur nýja Kanans dugði skammt
Þrátt fyrir stórleik nýja bandaríska leikmannsins í kvennaliði Grindavíkur, Blanca Lutley, dugði það skammt gegn Snæfelli þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í dag í Stykkishólmi. Grindavík, sem lék enn án Pálínu Gunnlaugsdóttur, lék engu að síður nokkuð vel í leiknum í sókninni en varnarleikurinn varð liðinu að falli. Lokatölur urðu 97-83, Snæfelli í vil. Blanca Lutley skoraði 29 stig …
220 milljónir og risakerfi
Það verður 220 milljóna risapottur í getraunum um helgina og að sjálfsögðu ætlum við að hafa Risakerfi í getraunaþjónustinni, hluturinn kostar 3000kr. og menn geta keypt eins marga hluti og þeir vilja. Þeir sem ætla að vera með eiga að leggja inná reikning 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda staðfestingu á email bjarki@thorfish.is eða mæta upp Gula hús um helgina en það …
Jakob Máni hlaut hvatningaverðlaun
Á hófinu Íþróttamaður og kona Grindavíkur hlaut Jakob Máni Jónsson hvatningaverðlaun en hann sýnir íþróttinni mikinn áhuga og metnað. Hann mætir vel á æfingar og tekur þátt í flestum mótum. Hann er kurteis drengur og fyrirmyndariðkandi. Björn Lúkas Haraldsson varð í 2. sæti í kjörinu um Íþróttamann Grindavíkur en hann var tilnefndur bæði af taekwondodeild og júdódeild. Þess má geta …
Körfuboltaparið Jóhann Árni og Petrúnella íþróttafólk ársins 2013
Körfuboltaparið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhann Árni var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Grindavíkur á síðasta keppnistímabili og Petrúnella einnig í lykilhlutverki í kvennaliði félagsins. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- …
Viðurkenning fyrir frumlegar auglýsingar
Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík á gamlársdag fékk kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu viðurkenningu fyrir frumlegar og skemmtilegar auglýsingar á heimaleikjum liðsins í sumar. Það má nefnilega ekki vanrækja að markaðssetja leiki og íþróttaviðburði hér í bænum. Stelpurnar í Grindavíkurliðinu eru frumlegar og skemmtilegar og hönnuðu sínar eigin auglýsingar þar sem skemmtanagildið var haft að leiðarljósi. Þetta sló …