Leikir á næstu dögum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur eiga áhugaverða leiki á næstu dögum.  Stelpurnar taka á móti Keflavík á morgun  og strákarnir mæta KR á útivelli á fimmtudaginn.  Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.

Auk þess mun 11.flokkur drengja spila við Snæfell á Stykkishólmi í bikarkeppninni á morgun klukkan 19:00

Grindavík tapaði fyrir toppliði Snæfells í fyrsta leik ársins í Dominosdeild kvenna á dögunum 83-97.  Þó að liðið sé í sjöunda sæti deildarinnar þá er útlitið ekki svo dökkt hjá stelpunum.  Nýr leikmaður, Blanca Lutley, virðist vera góð viðbót við liðið og hentar liðinu vel.  Var hún með 29 stig í leiknum og opnar vel fyrir Ingibjörgu sem var með 19 stig og Maríu Ben sem var með 18 stig í leiknum.  Von er á Pálinu úr meiðslum fljótlega þannig að Grindavíkurliðið mun vera öflugt á næstu mánuðum.

Karlalið Grindavíkur mætir toppliði KR á útivelli og verður það eflaust skemmtilegur leikur á að horfa, rimmurnar í DHL höllinni hafa verið það síðustu ár.  Nýr leikmaður Grindavíkur er einnig að smella vel í leikskipulag og verður því spennandi að sjá hvernig strákarnir koma frá jólahátíðinni.