Pennarnir á lofti hjá körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Á dögunum skrifuðu 5 leikmenn undir samninga við körfuknattleiksdeild UMFG, en allir skrifuðu undir 2 ára samning. Karlameginn voru það þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason sem skrifuðu undir. Þeir eru allir uppaldnir hjá félaginu og er það alveg ljóst að þeirra hlutverk mun vera meira heldur en undanfarin tímabil.  Kvennamegin var það …

Lokahóf 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks kvenna og karla fór fram í Gjánni í gær. Góð mæting var meðal iðkenda og foreldrar voru einnig fjölmennir. Sérstakur gestur á lokahófinu var Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður sem hélt smá fyrirlestur fyrir krakkana. Hann minnti þá á að auka æfingin gerir mann miklu betri en umfram allt voru …

Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG greindi frá því á Facebook-síðu deildarinnar fyrir stundu að gengið hefði verið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, en það tímabil urðum við bikarmeistarar og lékum til úrslita í Íslandsmótinu gegn KR. …

Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar verður 30. september

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Hið árlega sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar verður þann 30. september þetta árið. Líkt og í fyrra verður kvöldið haldið í Gjánni og verður engu til sparað að þessu sinni til að gera þennan skemmtilega viðburð sem flottastann. Miðasala og fyrirkomulag hennar verður nánar auglýst á næstu dögum.

Lokahóf knattspyrnudeildarinnar 2016 – Sigurhátíð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 24. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00. Bíbbinn töfrar fram hlaðborð. Selma Björnsdóttir og Regína Ósk með skemmtiatriði. Veislustjórar: Hjálmar Hallgrímsson og Bjarki Guðmundsson. * Happdrætti * Hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi Miðaverð á lokahóf og dansleik 7.000 kr.TAKMARKAÐ MAGN MIÐA.ATHUGIÐ AÐ EKKI VERÐUR SELT INN Á BALL 20 ára aldurstakmark. …

Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin á fimmtudaginn 15. september kl. 17:00 í Gjánni.  Dagskrá: • Verðlaunaafhending. • Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum. Foreldrar sérstaklega velkomnir. Kveðja …

Tap á Akureyri í 7 marka leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík missti af þremur dýrmætum stigum í baráttunni um fyrsta sætið í Inkasso-deildinni í gær þegar liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri í miklum markaleik, 4-3. Á sama tíma vann KA sinn leik gegn Fjarðabyggð og munar því 4 stigum á liðunum þegar 2 umferðir eru eftir, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði öll þrjú …

Stelpurnar færast nær Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar eru komnar með annan fótinn í úrslitaleik 1. deildar kvenna eftir góðan sigur á útivelli gegn ÍR í gær, 0-2. Sashana Carolyn Campbell Mark og Marjani Hing-Glover skoruðu mörk Grindavíkur undir lok leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram í Grindavík föstudaginn 23. september. Bæði liðin sem leika til úrslita í deildinni munu leika í Pepsi-deildinni að ári.

Stelpurnar komnar í 4-liða úrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar okkar eru komnar í 4-liða úrslit 1. deildar kvenna eftir öruggan 4-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í gær, og 8-0 samanlagt. Grindavík mætir liði ÍR í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram á Hertz vellinum á laugardaginn og seinni leikurinn hér í Grindavík þann 23. september.  Markaskorarar: Grindavík 4 – 0 Víkingur Ó. 1-0 Marjani Hing-Glover (’17) …

Grindavík – Víkingur Ó kl. 17:15 – frítt inn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti liði Víkings frá Ólafsvík í úrslitakeppni 1. deildar kvenna núna í dag kl. 17:15. Grindavík vann fyrri leikinn 0-4 og er því í lykilstöðu til að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitum. Það er frítt inn á leikinn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum okkar. Áfram Grindavík!