Stelpurnar komnar í 4-liða úrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar okkar eru komnar í 4-liða úrslit 1. deildar kvenna eftir öruggan 4-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í gær, og 8-0 samanlagt. Grindavík mætir liði ÍR í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram á Hertz vellinum á laugardaginn og seinni leikurinn hér í Grindavík þann 23. september. 

Markaskorarar:

Grindavík 4 – 0 Víkingur Ó.

1-0 Marjani Hing-Glover (’17)
2-0 Lauren Brennan (’30)
3-0 Lauren Brennan (’61)
4-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir (’66)