Lokahóf 3. og 4. flokks

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks kvenna og karla fór fram í Gjánni í gær. Góð mæting var meðal iðkenda og foreldrar voru einnig fjölmennir. Sérstakur gestur á lokahófinu var Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður sem hélt smá fyrirlestur fyrir krakkana. Hann minnti þá á að auka æfingin gerir mann miklu betri en umfram allt voru skilaboðin: „Brosið, verið glöð og hafið gaman af því sem þið eruð að gera.“

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar fyrir tímabilið:

3. flokkur karla:
Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigurjón Rúnarsson
Mestu framfarir: Óliver Berg Sigurðsson
Besta mætingasókn: Ásgeir Þór Elmarsson

4. flokkur karla:
Mikilvægasti leikmaðurinn: Pálmar Sveinsson
Mestu framfarir: Jóhann Árni Sigmarsson
Besta mætingasókn: Fannar Helgi Arnþórsson

3. flokkur kvenna:
Stelpurnar fengu allar verðlaunapening fyrir dugnað og þor. Fámennur en góðmennur flokkur sem spilaði sem 2. flokkur í sumar.

4. Flokkur kvenna:
Mikilvægasti leikmaðurinn: Katrín Lilja Ármannsdóttir
Mestu framfarir: Anna Margrét Lucic Jónsdóttir
Besta æfingasókn: Ása Björg Einarsdóttir

Unglingaráð vill þakka öllum fyrir komuna og kærar þakkir fyrir kræsingarnar.

Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildar