Lokahóf knattspyrnudeildarinnar 2016 – Sigurhátíð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 24. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00. Bíbbinn töfrar fram hlaðborð. Selma Björnsdóttir og Regína Ósk með skemmtiatriði. Veislustjórar: Hjálmar Hallgrímsson og Bjarki Guðmundsson.

* Happdrætti

* Hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi

Miðaverð á lokahóf og dansleik 7.000 kr.
TAKMARKAÐ MAGN MIÐA.
ATHUGIÐ AÐ EKKI VERÐUR SELT INN Á BALL

20 ára aldurstakmark.

Miðasala fer fram í Gula húsinu og hjá Eiríki framkvæmdastjóra í síma 863-2040 til fimmtudagsins 22. september.