Pennarnir á lofti hjá körfunni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Á dögunum skrifuðu 5 leikmenn undir samninga við körfuknattleiksdeild UMFG, en allir skrifuðu undir 2 ára samning. Karlameginn voru það þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason sem skrifuðu undir. Þeir eru allir uppaldnir hjá félaginu og er það alveg ljóst að þeirra hlutverk mun vera meira heldur en undanfarin tímabil. 

Kvennamegin var það hún Lovísa Falsdóttir sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Grindavík en hún kemur frá Keflavík eftir að hafa verið i fríi frá körfuboltaiðkun í 1 ár vegna anna í námi. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til liðsins og hlökkum til að sjá hana í gulu á parketinu í vetur.