Stelpurnar færast nær Pepsi-deildinni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar eru komnar með annan fótinn í úrslitaleik 1. deildar kvenna eftir góðan sigur á útivelli gegn ÍR í gær, 0-2. Sashana Carolyn Campbell Mark og Marjani Hing-Glover skoruðu mörk Grindavíkur undir lok leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram í Grindavík föstudaginn 23. september. Bæði liðin sem leika til úrslita í deildinni munu leika í Pepsi-deildinni að ári.