Grindavík heldur áfram sigurgöngu sinni í Dominosdeildinni og í þetta sinn sigruðu þeir Njarðvík með fjórum stigum, 79-74. Leikurinn var í járnum allan tíman en góður endasprettur tryggði okkar mönnum sigurinn. Grindavíkurliðið er að verða betra með hverjum leiknum, nýji erlendi leikmaðurinn virðist ætla að passa vel við leikstíl liðsins og flestir að bæta sinn leik. Í gær var Lewis …
ÍG – Keflavík B í kvöld
Áhugaverður leikur fer fram í bikarkeppni KKÍ í kvöld í Íþróttahúsi Grindavíkur. Mætast þar ÍG og Keflavík B. Bæði lið hafa í sínum röðum gamlar kempur sem mun etja kappi í kvöld. Athygli veldur að besti leikmaður Keflavík-B er þjálfari Grindavíkur, Sverir Þór Sverrisson, en auk hans eru m.a. Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason og Sævar Sævarsson. Damon Johnson …
Tap gegn Hamar
Hamar var of stóru biti fyrir Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur og var augljóst að hennar var sárt saknað. Fyrri hálfleikur var í járnum og staðan í hálfleik 36-38, Hamarsstelpur í vil. En í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og tryggðu sér 16 stiga sigur, 57-73. Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, …
Grindavík – Njarðvík
Það verður hörku leikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast kl. 19:15 í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti með 10 stig. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins hefur komið sterkur inn og verður gaman að sjá hann gegn þessu sterka Njarðvíkurliði.
Úrslit helgarinnar
Karla og kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik áttu útileiki um helgina. Strákarnir sóttu KFÍ heim í opnum sóknarleik sem endaði 122-94. Stelpurnar sóttu Val heim en töpuðu í spennandi leik gegn liðinu sem spáð er Íslandsmeistaratitli. Umfjöllun karfan.is á KFÍ-Grindavík „KFÍ og Grindavík mættust í gær í Domino’s deild karla á Ísjakanum á Ísafirði. Upprunalega átti leikurinn að fara fram á …
KFÍ-Grindavík
Grindavík sækir Ísfirðinga heim í kvöld í áttundu umferð Dominosdeild karla. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar, okkar menn að reyna nálgast KR og Keflavík á toppnum en KFÍ í botnbaráttu með Val, Skallagrím og ÍR. Bæði liðin unnu síðasta leik, KFÍ lagði ÍR á útivelli en Grindavík sigraði Stjörnuna heima. Hægt verður að fylgjast með leiknum …
Haukar – Grindavík í kvöld
Grindavík og Haukar mætast á Ásvöllum í kvöld í tíundu umferð Dominosdeild kvenna. Liðin eru jöfn að stigum eftir níu umferðir, 10 stig hvor eftir 5 sigurleiki. Leikurinn hefst klukkan 19:15 Keflavík og Snæfell eru jöfn í efstu tveimur sætunum með 16 stig en leikurinn í kvöld sker úr hvor liðið ætlar að fylgja efstu liðunum. Haukar sigruðu Njarðvík í …
Grindavík 87 – Stjarnan 67
Íslandsmeistararnir sigruðu bikarmeistarana örugglega í sjöttu umferð Dominosdeild karla í gær. Lokatölu voru 87-67 Ný erlendur leikmaður lék með Grindavík í gær og er þar á ferðinni Lewis Clinch Jr sem spilaði áður með Georgia Tech háskólann, Ísrael, NBA-D League, í Puerto Rico svo eitthvað sé nefnt. En að leiknum.. Leikurinn byrjaði illa hjá báðum liðum, skotin voru ekki að detta og …
Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturunum
Í kvöld klukkan 19:15 tekur Grindavík á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Dominosdeild karla. Eins og allir vita mættust liðin bæði í úrslitaleikjunum bæði í bikar og Íslandsmóti á síðasta tímabili. Grindavík er fyrir leikinn í 4 sæti með 3 sigra og tap gegn KR í fyrstu umferð og gegn Snæfell í síðustu umferð. Stjarnan er hinsvegar í sjöunda sæti …
Grindavík 64 – Keflavík 84
Grindavík tók á móti toppliði Dominosdeildar kvenna í gærkveldi og voru gestirnir einu númeri of stórir. Lokatölur voru 84-64 fyrir Keflavík Haukar jöfnuðu Grindavík að stigum með sigri á Njarðvík og eru því liðin saman í 3-4 sæti með 10 stig. Umfjöllun um leikinn á karfan.is Keflavík og Grindavík mættust í Röstinni í kvöld og fyrir leik búist við hörku …