Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturunum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í kvöld klukkan 19:15 tekur Grindavík á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Dominosdeild karla.  Eins og allir vita mættust liðin bæði í úrslitaleikjunum bæði í bikar og Íslandsmóti á síðasta tímabili.

Grindavík er fyrir leikinn í 4 sæti með 3 sigra og tap gegn KR í fyrstu umferð og gegn Snæfell í síðustu umferð.  Stjarnan er hinsvegar í sjöunda sæti með 2 sigra og 3 töp.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í dag og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta, nýr kani er kominn og verður í hóp í kvöld.