Haukar – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Haukar mætast á Ásvöllum í kvöld í tíundu umferð Dominosdeild kvenna.  Liðin eru jöfn að stigum eftir níu umferðir, 10 stig hvor eftir 5 sigurleiki.

Leikurinn hefst klukkan 19:15

Keflavík og Snæfell eru jöfn í efstu tveimur sætunum með 16 stig en leikurinn í kvöld sker úr hvor liðið ætlar að fylgja efstu liðunum.

Haukar sigruðu Njarðvík í síðustu umferð 74-65 en Grindavík tapaði fyrir Keflavík fyrir einni viku.

Lele Hardy er algjör lykilmaður í liði Hauka með rúmlega 40 framlagsstig að meðaltali hingað til og þar með efst í deildinni í bæði skoruðum stigum(32) og fráköstum(20.2).  Það verður því mikilvægt að hægja á henni í kvöld.