Grindavík heldur áfram sigurgöngu sinni í Dominosdeildinni og í þetta sinn sigruðu þeir Njarðvík með fjórum stigum, 79-74.
Leikurinn var í járnum allan tíman en góður endasprettur tryggði okkar mönnum sigurinn.
Grindavíkurliðið er að verða betra með hverjum leiknum, nýji erlendi leikmaðurinn virðist ætla að passa vel við leikstíl liðsins og flestir að bæta sinn leik. Í gær var Lewis Clinch stigahæstur með 26 stig, Jóhann með 19 og Sigurður 12.
Umfjöllun og viðtöl á visir.is