ÍG – Keflavík B í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Áhugaverður leikur fer fram í bikarkeppni KKÍ í kvöld í Íþróttahúsi Grindavíkur.  Mætast þar ÍG og Keflavík B.  Bæði lið hafa í sínum röðum gamlar kempur sem mun etja kappi í kvöld.

Athygli veldur að besti leikmaður Keflavík-B er þjálfari Grindavíkur, Sverir Þór Sverrisson, en auk hans eru m.a. Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason og Sævar Sævarsson.  Damon Johnson er einnig væntanlegur í leikinn.

Aðstoðarþjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, spilar hinsvegar á móti Sverri með ÍG.  Aðrir leikmenn eru

– Stefán Freyr Thordersen
– Guðmundur Bragason
– Eggert Daði Pálsson
– Davíð Arthur Friðriksson
– Hamid Dicko
– Morten Szmiedowicz
– Ásgeir Ásgeirsson
– Helgi Már Helgason
– Haukur Einarsson
– Sigurður Svansson
– Hilmar Hafsteinsson

En einnig má búast við því að ÍG muni tefla fram leynivopni í kvöld.

Leikurinn verður sýndur í beinni á sport-tv.